7/16/20151 Raunvextir 1 Ásgeir Jónsson Viðskipta- og hagfræðideild
2 Vaxtastig Nafnvöxtum vanalega skipt í raunvexti og vænta verðbólgu samkvæmt Fisher (1930). Í sjálfu sér einföld skilgreining sem er erfitt að sannreyna þar sem væntingar eru illmælanlegar – stundum er reynt að gera skoðanakannanir meðal fjárfesta. Það flækir einnig málin að ef fjárfestar eru áhættufælnir munu þeir krefjast aukaálags fyrir verðbólguáhættuna sem er yfirleitt hærri en raunveruleg verðbólga – oft kallað verðbólguálag. Verðbólguálagið er stundum mælt sem mismunur á verðtryggðum og óverðtryggðum vöxtum.
3 Raunvextir Raunvextir er raunverulegur fórnarkostnaður fjármagns í hagkerfinu og eru það sem raunverulega skiptir máli fyrir ákvarðanir fólks og fyrirtækja. Langtímaraunvextir í hverju landi ráðast af sk. djúpum parametrum, s.s. tæknistigi, fólksfjölda, sparnaðarhneigð etc. Hins vegar, samkvæmt kenningum alþjóðafjármála, ættu frjáls fjármagnsviðskipti að jafna út raunvexti í heiminum – án tillits til gjaldmiðla. Verðbólguvæntingar, aftur á móti, ráðast af peningamálastefnu viðkomandi hagkerfis og af þeim sökum ættu nafnvextir ekki að jafnast út með alþjóða fjármagnsviðskiptum. Nafnvextir jafnast hins vegar út á sameiginlegu myntsvæði
4 Ákvörðun raunvaxta í lokuðu hagkerfi Solow líkanið um raunvexti: Raunvextir jafngilda jaðarframleiðni fjármagns að frádregnum afskriftum – en aukin sparnaðarhneigð mun lækka vextina Allt sem eykur framleiðni fjármagns, s.s. tækniframfarir, fólksfjölgun, hækkar raunvexti Ramsey líkanið um raunvexti: Sparnaður ræðst af mismun raunvaxta og tímavirðis neytenda. Ef hagkerfið er í jafnvægi, fulla atvinnu etc., er oft talað um náttúrlegt raunvaxtastig (natural rate of interest). Ef raunvextir fara niður fyrir náttúrlegt stig fær hagkerfið hvatningu en er latt ef raunvextir fara niður fyrir það stig.
5 Áhrif peningamála á raunvexti Ef verðlag væri fullkomlega sveigjanlegt og verðbólga myndi bregðast strax við aukningu í peningamagni, gæti seðlabankinn ekki haft nema óveruleg áhrif á raunvaxtastig í landinu. Tökum dæmi þar sem verðlag er ákveðið í byrjun tímabils, áður en seðlabankinn breytir vöxtum. Segjum að Seðlabankinn vilji hvetja áfram hagkerfið með því að lækka vexti um Δi. Þar sem verðlag er fasti á tíma t og er náttúrlegt vaxtastig og tölustafur (superscript) á við lengd skuldabréfsins (maturity)
6 Áhrif peninga á raunvexti Hins vegar á tíma t+1 mun verðlag aðlagast (hækka) og raunvextir leita aftur í sama horf og peningamálaaðgerðin missa máttinn. En samkvæmt væntingakenningunni (expectations hypothesis) Þannig minnka áhrif peningamálastefnu á raunvexti eftir því sem skuldabréfið er lengra.
7 Seðlabankinn og raunvextir Athugið að raunvextirnir geta orðið fyrir áhrifum af peningamálaaðgerðum hvort sem það er vegna lægri nafnvaxta eða breyttra verðbólguvæntinga. Það skiptir því öllu máli fyrir Seðlabankann, ef hann ætlar að hafa áhrif, að hafa áhrif á vaxtavæntingar fram tímann þegar skammtímavöxtum er breytt en annars eru áhrifin lítil sem engin á hagkerfið. Of skrifað sem ólínulegt þar sem r l eru langtímaraunvextir en r s eru skammtímaraunvextir Eða þar r gap er mismunur á núverandi og náttúrlegum raunvöxtum og sýnir aðhaldsstig peningamálastefnunnar, X er þeir djúpu parametrar er ráða raunvöxtum.
8 Áhrifin á verðtryggða vexti Samkvæmt þessu ætti Seðlabankinn ekki að hafa áhrif á ávöxtunarkröfu verðtryggðra bréfa... En með því að hreyfa verðbólguálagið, þ.e. mismun á raunvöxtum verðtryggðra og óverðtryggðra bréfa ætti hann að geta hreyft við verðtryggðu ávöxtunarkröfunni... Svo sem ef nafnvextir fara hækkandi um leið og vænt verðbólga fer lækkandi. Einnig má hugsa sér sömu áhrif í gegnum gengisvæntingar í litlum opnum hagkerfum. Þau áhrif geta þau aðeins verið skammvinn. Óstöðugleiki í verðlagi og ótti við verðbólgu mun þó hækka verðbólguálagið og þannig getur slæm peningamálastjórnun haft langvinn áhrif á raunvexti með aukinni áhættu.
9 Ríkisfjármál og raunvextir Ríkisvaldið getur aftur á móti haft töluverð áhrif á raunvexti með stefnu sinni í ríkisfjármálum. Ef ríkið eyðir umfram tekjur minnkar heildarsparnaður í efnahagslífinu og raunvaxtastigið hækkar. Ef Ricardian equivalence heldur mun það ekki hafa nein áhrif á efnahagslífið, en þá… mun fólk gera sér grein fyrir því að umframeyðsla skilar sér í hærri sköttum í framtíðinni og mun þegar spara til þess að eiga fyrir auknum skattgjöldum. Þannig mun minni opinber sparnaður leiða af sér aukinn einkasparnað og að lokum munu áhrifin verða engin. Staðreyndin er þó sú að afkoma ríkissjóðs hefur töluverð áhrif á raunvaxtastig viðkomandi lands.